Úthýsingarþjónusta fyrir veflausnir og öpp

Úthýstu verkefni til sérfræðinga, á hagkvæmu verði!

SEO, SMO, Adwords og markaðsherferðir

Ráðgjöf, sköpun og verkefnastjórnun

Leitar þú oft umfram blaðsíðu 1 þegar þú Google-ar? Við hjálpum þér að besta vefsíður fyrir leitarvélar, að markaðsetja fyrirtækið, vöruna og/eða þjónustuna á vef- og samfélagsmiðlum. Vinnsla á markaðs- og söluefni, sem og framkvæmd á herferðum í boði.

Vantar þig ráðgjöf fyrir skýjalausnir? Við setjum upp fyrirtæki á netinu og stýrum þróunarverkefnum, en veitum einnig ráðgjöf, framkvæmum prófanir, teiknum ferla, skrifum texta og vinnum með þér í að útbúa fallegt og auðskiljanlegt kynningarefni.

Vinnum, mælum og bætum sölusíður

Vefsíðugerð, forritun og séraðlaganir

Vantar þig að láta vinna lendingarsíðu sem á að sannfæra áhugasama um að skrá sig eða kaupa það sem þú ert að selja? Við búum til tvær, mælum hvor þeirra stendur sig betur og hjálpum þér að skila betri söluárangri í markaðsherferðum.

Vantar þig forritara? Langar þig að útbúa App? Við erum með skilninginn, sjáum um prófanir og samskiptin. Við bjóðum uppá hagkvæma leið fyrir þróun á öppum, veflausnum, vefþjónustum, vefverslunum, samfélagsmiðlum o.fl.

Við erum með víðtæka þekkingu fyrir þróun

Android, HTML, React, .NET, WordPress, Mobile games, Mobile web apps, Front end framework, Bootstrap o.fl... 

Forrit og vefsíður fyrir snjalltæki

Vefverslanir og sala á netinu

Gestsson getur hjálpað þér að forrita app.  Einstaka mobile síður eða app, bæði Native og Hybrid öpp. Meiri reynsla með Android en iOS.

Gestsson er með marga forritara sem hafa unnið með open source vefverslunarkerfi og sérsmíðað viðbætur, greiðslulausnir o.fl.  

Veflausnir og vefþjónustur

Ráðgjöf og verkefnastjórnun

Gestsson er með stórt teymi af vefurum sem geta unnið hratt og vel í bæði framenda og bakenda. Bjóðum m.a. uppá sérsmíði, umsjón og viðhald.

Gestsson vinnur með viðskiptavinum við að greina og útfæra verkþætti, reddar og sinnir samskiptum við verktaka, prófar svo og sannreynir afurðina.

Fyrir þína þróun á lausnum og fyrirtæki

Alltaf gaman að búa til eitthvað nýtt...

VEFLAUSNIR

HUGBÚNAÐUR

SÉRVERKEFNI

Linux og Windows OS

Einstök verk, úthýst eða í verktöku

HTML, CSS, PHP, .NET o.fl

Vefsíðusniðmát og sérsmíði

Native og Hybrid App

Greining, ráðgjöf og brainstorming

Vefþjónustur og samfélagsmiðlar

SharePoint og ERP

Lögfræði- og fjármálaráðgjöf

Rekstur og umsjón með vef

Þróun og þjónusta

Heimasíða + Google Apps pakki

Gestsson verkefnin

Bara rétt að byrja...

Ertu með spurningu?

Kannski er svarið hér...

Hvað getur Gestsson tekið stór verkefni?

Fá Startups afslátt af listaverði hjá Gestsson?

Það fer eftir verkefninu... Gestsson hefur samið við erlend teymi af verktökum fyrir þróun og ráðgjöf - alls um 40 aðilar.  Við erum vel mönnuð í dag fyrir alls konar vefverkefni. En, eins og er, bara með fjóra í SharePoint, fjóra í Android og fjóra í .NET.

Já. Gestsson hefur áhuga á að vinna sem mest með aðilum í nýsköpun og þeim sem eru rétt að komast af stað í sínum rekstri. Minni aðilar og nýgræðingar fá að njóta betri kjara fyrir rukkaða tíma því þeir eru oft bæði fræðandi og hvetjandi.

Hvað meinar Gestsson með "sérverkefni"?

Hvað kostar að úthýsa verkefni til Gestsson?

Þörfin er misjöfn og lengi má gott bæta. Bara nánast hvað sem er... Ef þig vantar snilling til að aðstoða þig með ferla, teikningar, mockups, prófanir, textasmíði, viðskiptareglur eða kynningar; einhvern til að brainstorm-a með eða einhvern með viðhorf utanaðkomandi aðila.

Það fer eftir umfangi á verkefni og hvaða þjónustu er verið að veita. Til dæmis eru verktakarnir sem búið er að semja við misdýrir og mögulega má styðjast við sniðmát í einhverjum verkefnum. En, það kostar ekkert að hafa samband og óska eftir tilboði.

Hvað með fyrirtækjaþjónustu sem tengist ekki vefnum?

Hvað ef mig langar bara í nafnspjald og netfang?

Fyrir startups getum við boðið uppá þjónustu lögfræðings fyrir gerð á skilmálum, samþykktum, fyrir stofnun fyrirtækja, fjármögnunar- og hlutabréfasamninga o.fl. Einnig, fyrir startups, erum við með fjármálasérfræðing fyrir ráðgjöf um rekstur og fjármögnun fyrirtækja.

Ef þú átt lén og vilt vera bara með einfalt nafnspjald á þittlén.is - þá erum við með ódýrann pakka fyrir að setja upp og reka bæði síðu og póst sem byggir á Gmail póstþjónustu, fyrir þú@þittlén.is.  Sem dæmi um slíkan pakka vísum við á hljómsveitina Bergmál, sjá: bergmal.band.

Geta ódýru sölusíðurnar skráð upplýsingar í önnur kerfi?

Hvernig getur Gestsson hjálpað okkur með skýjalausnir?

Þegar kemur að vefþróun, þá er lítið sem við getum ekki framkvæmt. En, hvað varðar einfaldar lendingarsíður, þá erum við með tilbúnar tengingar fyrir ýmis CRM kerfi, Webhooks, Marketing hubs, GoToWebinar, póstlista skráningu hjá MailChimp og margt fleira .

Notkun á skýjalausnum og vegferðin upp í skýið er ekki algilt dæmi og fer eftir þörfum hvers og eins. Gestsson er með góða þekkingu á skýjaumhverfum og unnið mikið með bæði Google Apps og Office365. Við erum að bjóða uppá ráðgjöf og gerð á leiðarvísi fyrir fyrirtæki.

Um Gestsson

Þorsteinn Gestsson er eigandi Gestsson ehf. Þorsteinn hefur víðtæka þekkingu og brennandi áhuga á upplýsingatækni. Átta ára reynsla í ýmsum hlutverkum hjá stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi, BA frá Columbia, Diploma í Frumkvöðlafræði og fimm ára reynsla sem frumkvöðull. Þorsteinn hefur, á þessum fimm árum, öðlast góða reynslu af því að úthýsa verkefnum til forritara í öðrum heimshlutum og byggt gott tengslanet við skilvirka og hæfa verktaka. Gestsson ehf. hefur gert samninga um undirverktöku við þessa aðila og býður viðskiptavinum á Íslandi uppá bæði hæfni og hagkvæmni fyrir ýmis vef- og þróunarverkefni.

Hafa samband

Verður gaman að heyra í þér...

©2016 Gestsson ehf.  |  580112-0800  |  775.4555